Ólafía á góða möguleika á að komast áfram eftir stöðugan fyrsta hring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:03 Ólafía Þórunn var mjög stöðug í dag víris/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira