Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2018 08:00 Sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Vísir/ernir „Það er alveg ljóst, ef þessi auglýsingasala hjá RÚV er innan marka, þá þarf hið háa Alþingi að skilyrða rammann í kringum RÚV enn frekar en nú er gert,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Sýn hf., um það frummat Samkeppniseftirlitsins að ekki séu vísbendingar um að RÚV hafi brotið gegn samkeppnislögum vegna umdeildrar auglýsingasölu RÚV í tengslum við HM í knattspyrnu. „Staða RÚV á auglýsingamarkaði hefur áhrif á allt sem RÚV gerir og það má færa rök fyrir því að á meðan RÚV er drifið áfram af auglýsingatekjum sé stofnunin ekki að leggja höfuðáherslu á grunnskyldur stofnunarinnar,“ segir Björn og bætir við: „Auglýsingar á RÚV verða alltaf góð söluvara enda margir sem horfa á eina opna miðilinn sem nær fullkomlega til allra landsmanna gegnum öll dreifikerfi. Þeir ættu þess vegna vel að geta sætt sig við þrengri ramma og strangari skilyrði en aðrir á markaði. “Sjá einnig: Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Magnús Ragnarsson, forstjóri Símans, tekur undir þetta. „Hjá BBC segja þeir: Við leyfum ekki auglýsingar af því að það mun hafa áhrif á dagskrár- og ritstjórnarstefnu miðilsins. Þetta hefur komið ótrúlega vel fram núna í tengslum við HM,“ segir Magnús og bætir við: „RÚV 2 var sett á til að þar gætu verið íþróttaviðburðir og annað óreglulegt efni en hefðbundin dagskrá yrði ótrufluð á aðalrás RÚV. En svo er allt sett beint inn á aðalrásina af því þar fæst meira áhorf og meiri tekjur.“ Magnús vísar til þess hve hefðbundin dagskrá RÚV hefur riðlast vegna HM þrátt fyrir aukarásina. „Hvernig hefur RÚV til dæmis staðið sig í að sýna fréttir á réttum tíma og hvað varð um barnaefnið? Barnaefninu hefur bara verið hent á meðan HM er af því auglýsingadeildin vill hafa alla leiki á aðalstöðinni. Það er auglýsingadeildin á RÚV sem stýrir í raun dagskrárstefnu stofnunarinnar.“Mikið áhorf er á HM í knattspyrnu í Rússlandi en mótið fer fram á fjögurra ára fresti í karlaflokki. Á næsta ári verður keppt í kvennaflokki í Frakklandi,RÚVMagnús segir einkareknu ljósvakamiðlana ekki hafa gert skilyrðislausa kröfu um að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði í einu skrefi heldur verði gerð einhver áætlun þar að lútandi og látið verði af þessari aðgangshörðu sölu sem stunduð sé hjá RÚV.„RÚV er með mjög öfluga vöru. Það þarf ekkert að deila um það. En er eðlilegt að þar sé líka rekin stærsta söludeild landsins sem hamast í hverju einasta bakaríi landsins ef Útsvarsliðinu gengur vel?“ „Svo er líka skrítið að starfsmenn þessarar ríkisstofnunar séu drifnir áfram af bónusum. Þeir eru ekki bara á föstum launum heldur fá þeir bónusgreiðslur fyrir að ná áætlunum í sölunni.“ Aðspurðir segja Magnús og Björn samkeppnina við RÚV ekki eingöngu lúta að auglýsingamarkaði heldur hafi RÚV einnig keppt við einkastöðvarnar um afþreyingarefni. „Nýjasta tilvikið sem við lentum í var Evrópumót kvenna í knattspyrnu 2017. Þar yfirbauð ríkið okkur og var með þannig tilboð að við höfðum ekki viðskiptalegar forsendur til að bjóða hærra en ríkið bauð með sínu skattfé,“ segir Magnús. Hann segir alla helstu einkaaðila á markaði hafa búið við það að vera yfirboðir af ríkinu og þessi fyrirferð RÚV á markaði hafi mest áhrif á stöðu einkareknu miðlanna. Samkeppniseftirlitið hefur gefið aðilum á auglýsingamarkaði frest til 20. júlí til að senda inn athugasemdir áður en endanleg ákvörðun verður tekin um hvort eftirlitið hefji formlega rannsókn á háttsemi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði vegna HM í knattspyrnu.Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir. 19. júní 2018 06:00 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Það er alveg ljóst, ef þessi auglýsingasala hjá RÚV er innan marka, þá þarf hið háa Alþingi að skilyrða rammann í kringum RÚV enn frekar en nú er gert,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Sýn hf., um það frummat Samkeppniseftirlitsins að ekki séu vísbendingar um að RÚV hafi brotið gegn samkeppnislögum vegna umdeildrar auglýsingasölu RÚV í tengslum við HM í knattspyrnu. „Staða RÚV á auglýsingamarkaði hefur áhrif á allt sem RÚV gerir og það má færa rök fyrir því að á meðan RÚV er drifið áfram af auglýsingatekjum sé stofnunin ekki að leggja höfuðáherslu á grunnskyldur stofnunarinnar,“ segir Björn og bætir við: „Auglýsingar á RÚV verða alltaf góð söluvara enda margir sem horfa á eina opna miðilinn sem nær fullkomlega til allra landsmanna gegnum öll dreifikerfi. Þeir ættu þess vegna vel að geta sætt sig við þrengri ramma og strangari skilyrði en aðrir á markaði. “Sjá einnig: Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Magnús Ragnarsson, forstjóri Símans, tekur undir þetta. „Hjá BBC segja þeir: Við leyfum ekki auglýsingar af því að það mun hafa áhrif á dagskrár- og ritstjórnarstefnu miðilsins. Þetta hefur komið ótrúlega vel fram núna í tengslum við HM,“ segir Magnús og bætir við: „RÚV 2 var sett á til að þar gætu verið íþróttaviðburðir og annað óreglulegt efni en hefðbundin dagskrá yrði ótrufluð á aðalrás RÚV. En svo er allt sett beint inn á aðalrásina af því þar fæst meira áhorf og meiri tekjur.“ Magnús vísar til þess hve hefðbundin dagskrá RÚV hefur riðlast vegna HM þrátt fyrir aukarásina. „Hvernig hefur RÚV til dæmis staðið sig í að sýna fréttir á réttum tíma og hvað varð um barnaefnið? Barnaefninu hefur bara verið hent á meðan HM er af því auglýsingadeildin vill hafa alla leiki á aðalstöðinni. Það er auglýsingadeildin á RÚV sem stýrir í raun dagskrárstefnu stofnunarinnar.“Mikið áhorf er á HM í knattspyrnu í Rússlandi en mótið fer fram á fjögurra ára fresti í karlaflokki. Á næsta ári verður keppt í kvennaflokki í Frakklandi,RÚVMagnús segir einkareknu ljósvakamiðlana ekki hafa gert skilyrðislausa kröfu um að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði í einu skrefi heldur verði gerð einhver áætlun þar að lútandi og látið verði af þessari aðgangshörðu sölu sem stunduð sé hjá RÚV.„RÚV er með mjög öfluga vöru. Það þarf ekkert að deila um það. En er eðlilegt að þar sé líka rekin stærsta söludeild landsins sem hamast í hverju einasta bakaríi landsins ef Útsvarsliðinu gengur vel?“ „Svo er líka skrítið að starfsmenn þessarar ríkisstofnunar séu drifnir áfram af bónusum. Þeir eru ekki bara á föstum launum heldur fá þeir bónusgreiðslur fyrir að ná áætlunum í sölunni.“ Aðspurðir segja Magnús og Björn samkeppnina við RÚV ekki eingöngu lúta að auglýsingamarkaði heldur hafi RÚV einnig keppt við einkastöðvarnar um afþreyingarefni. „Nýjasta tilvikið sem við lentum í var Evrópumót kvenna í knattspyrnu 2017. Þar yfirbauð ríkið okkur og var með þannig tilboð að við höfðum ekki viðskiptalegar forsendur til að bjóða hærra en ríkið bauð með sínu skattfé,“ segir Magnús. Hann segir alla helstu einkaaðila á markaði hafa búið við það að vera yfirboðir af ríkinu og þessi fyrirferð RÚV á markaði hafi mest áhrif á stöðu einkareknu miðlanna. Samkeppniseftirlitið hefur gefið aðilum á auglýsingamarkaði frest til 20. júlí til að senda inn athugasemdir áður en endanleg ákvörðun verður tekin um hvort eftirlitið hefji formlega rannsókn á háttsemi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði vegna HM í knattspyrnu.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir. 19. júní 2018 06:00 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29
Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir. 19. júní 2018 06:00
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45