Zinedine Zidane með risatilboð í höndunum: 25 milljarðar fyrir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 10:30 Zinedine Zidane og Luka Modric með bikarinn með stóru eyrun. Real Madrid vann Meistaradeildina öll ár Zidane með liðið. Vísir/Getty Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira