Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 10:30 Kylie Jenner, yngsti milljarðamæringur heims, á MET-galakvöldverðinum í maí síðastliðnum. Vísir/Getty Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér. Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér.
Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17
Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54
Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43