Hafnfirðingurinn Yung Nigo Drippin hefur vakið töluverða athygli fyrir bófarapp sitt undanfarið. Snemma í sumar birtist platan Yfirvinna á streymisveitum, en síðasta vetur gaf hann út Plús Hús við góðar undirtektir.
Hann starfar iðulega með röppurunum 24/7, Gvdjoni og fleirum. Lagalistann segir Nigo bara vera það sem hann er að hlusta á þessa stundina, en hann er að miklu leyti settur saman af rappi kenndu við borgina Atlanta.