Þetta er sýning Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júlí 2018 08:00 Hjálmar flutti aftur til Ástralíu til að læra fjölbragðaglímu og tók yfirleitt þátt í sýningu á tveggja mánaða fresti. Draumurinn er að komast í WWE, á stærsta svið fjölbragðaglímunnar. Fréttablaðið/Ernir Hjálmar Marteinsson er 35 ára Íslendingur sem er fæddur í Ástralíu, leikari að atvinnu og búsettur þessa dagana á Þingeyri og er eini Íslendingurinn sem stundar fjölbragðaglímu (e. wrestling). Móðir hans er íslensk en faðir hans er ástralskur. Gengur hann undir nafninu Einar Ironside á sviði og lærði listina í Ástralíu þar sem hann tók þátt í hinum ýmsu sýningum. Var hann fulltrúi Íslands á sérstöku HM-fjölbragðaglímukvöldi í London í júní. „Þegar ég ólst upp í Ástralíu elskaði ég að fylgjast með fjölbragðaglímu, það var eitthvað við leikræna þáttinn sem dró mig í átt að því og mig dreymdi um að vinna við þetta. Þegar ég flutti fyrst til Íslands var ég alltaf að horfa á myndbönd og hugsa að ég þyrfti að láta drauminn rætast. Annars myndi ég sjá eftir því síðar að hafa ekki slegið til,“ segir Hjálmar sem flutti aftur til Ástralíu til að eltast við drauminn. „Það var enginn staður á Íslandi til að læra þetta svo ég flutti aftur til Ástralíu og æfði þar. Þar keppti ég yfirleitt á tveggja mánaða fresti og vann þess á milli sem leikari. Ég var búinn að ákveða að koma aftur til Íslands þegar þeir fóru að leita að íslenskum fjölbragðaglímukappa fyrir HM-þemakvöld í London. Ég átti aldrei von á að keppa fyrir hönd Íslands,“ sagði hann hlæjandi. „Það gekk bara vel, ég tapaði að vísu en það var kallað eftir því að ég kæmi aftur.“ Þrátt fyrir að þetta sé leikþáttur segir hann að það sé oft sem kvöldin séu sársaukafull. „Það er óumflýjanlegt að meiða sig í þessu, undirbúningurinn fer mikið í að læra að bregðast við höggum og byggja upp líkamlegan styrk. Ég hef fengið ljóta marbletti og ansi ljót og blóðug sár í hringnum,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Þú þarft að geta haldið áfram þegar kvöldin verða erfið, ef þú meiðist þarftu að halda áfram þar til í lokin. Ég lenti í því að rífa liðbönd í hnénu eitt kvöldið og þurfti að halda áfram, áhorfendurnir borguðu fyrir sýningu og þú vilt láta þá fá eitthvað fyrir peninginn. Tuttugu mínútum seinna, þegar adrenalínið var farið, þá gat ég varla labbað.“ Hann segist fá mismunandi viðbrögð þegar hann segist vera fjölbragðaglímukappi. „Það hefur ekki þótt mjög svalt að líka við fjölbragðaglímu en fólk sem skilur hugmyndina elskar þetta. Það hafa ekki margir á Íslandi sýnt þessu áhuga ef ég á að vera hreinskilinn. Fólk tekur þessu ekki alvarlega en þannig er lífið. Þetta er sýning, í raun eins og að fara í leikhús og ég hef unnið með alveg ótrúlega hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina.“ Hann ætlar að taka þátt í bardagakvöldum í Evrópu á næstunni en draumurinn er að komast í WWE í Bandaríkjunum einn daginn. „Það er draumurinn, þetta er lítið samfélag og ég kannast aðeins við aðila sem eru þar. Það eru yfirleitt aðilar frá þeim á flestum kvöldum og vonandi fæ ég að komast á reynslu þar einn daginn.“ Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Hjálmar Marteinsson er 35 ára Íslendingur sem er fæddur í Ástralíu, leikari að atvinnu og búsettur þessa dagana á Þingeyri og er eini Íslendingurinn sem stundar fjölbragðaglímu (e. wrestling). Móðir hans er íslensk en faðir hans er ástralskur. Gengur hann undir nafninu Einar Ironside á sviði og lærði listina í Ástralíu þar sem hann tók þátt í hinum ýmsu sýningum. Var hann fulltrúi Íslands á sérstöku HM-fjölbragðaglímukvöldi í London í júní. „Þegar ég ólst upp í Ástralíu elskaði ég að fylgjast með fjölbragðaglímu, það var eitthvað við leikræna þáttinn sem dró mig í átt að því og mig dreymdi um að vinna við þetta. Þegar ég flutti fyrst til Íslands var ég alltaf að horfa á myndbönd og hugsa að ég þyrfti að láta drauminn rætast. Annars myndi ég sjá eftir því síðar að hafa ekki slegið til,“ segir Hjálmar sem flutti aftur til Ástralíu til að eltast við drauminn. „Það var enginn staður á Íslandi til að læra þetta svo ég flutti aftur til Ástralíu og æfði þar. Þar keppti ég yfirleitt á tveggja mánaða fresti og vann þess á milli sem leikari. Ég var búinn að ákveða að koma aftur til Íslands þegar þeir fóru að leita að íslenskum fjölbragðaglímukappa fyrir HM-þemakvöld í London. Ég átti aldrei von á að keppa fyrir hönd Íslands,“ sagði hann hlæjandi. „Það gekk bara vel, ég tapaði að vísu en það var kallað eftir því að ég kæmi aftur.“ Þrátt fyrir að þetta sé leikþáttur segir hann að það sé oft sem kvöldin séu sársaukafull. „Það er óumflýjanlegt að meiða sig í þessu, undirbúningurinn fer mikið í að læra að bregðast við höggum og byggja upp líkamlegan styrk. Ég hef fengið ljóta marbletti og ansi ljót og blóðug sár í hringnum,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Þú þarft að geta haldið áfram þegar kvöldin verða erfið, ef þú meiðist þarftu að halda áfram þar til í lokin. Ég lenti í því að rífa liðbönd í hnénu eitt kvöldið og þurfti að halda áfram, áhorfendurnir borguðu fyrir sýningu og þú vilt láta þá fá eitthvað fyrir peninginn. Tuttugu mínútum seinna, þegar adrenalínið var farið, þá gat ég varla labbað.“ Hann segist fá mismunandi viðbrögð þegar hann segist vera fjölbragðaglímukappi. „Það hefur ekki þótt mjög svalt að líka við fjölbragðaglímu en fólk sem skilur hugmyndina elskar þetta. Það hafa ekki margir á Íslandi sýnt þessu áhuga ef ég á að vera hreinskilinn. Fólk tekur þessu ekki alvarlega en þannig er lífið. Þetta er sýning, í raun eins og að fara í leikhús og ég hef unnið með alveg ótrúlega hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina.“ Hann ætlar að taka þátt í bardagakvöldum í Evrópu á næstunni en draumurinn er að komast í WWE í Bandaríkjunum einn daginn. „Það er draumurinn, þetta er lítið samfélag og ég kannast aðeins við aðila sem eru þar. Það eru yfirleitt aðilar frá þeim á flestum kvöldum og vonandi fæ ég að komast á reynslu þar einn daginn.“
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira