Innlit í gámasamfélagið 14. júlí 2018 08:00 Þórsteinn Sigurðsson Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“ Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“
Lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning