Segir merkingum við ár ábótavant: Tjón geti hlaupið á milljónum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2018 19:00 Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira