Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2018 22:00 Séð upp með Stuðlagili. Neðri hluti stuðlabergsins sást ekki fyrr en Jökulsá var stífluð við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15