Hilmar Árni um atvinnumennskuna: Markmiðin með Stjörnunni skipta mestu máli akkúrat núna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 19:45 Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Sjá meira
Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Sjá meira