Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2018 21:00 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Sprungan er í Svínafellsheiði fyrir miðri mynd sem gnæfir yfir skriðjöklinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02