Heimir: Skrái mig í Tólfuna og geri allt sem KSÍ biður mig um að gera Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:00 „Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
„Það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara en ég mun aðstoða KSÍ við allt sem þarf að gera,“ segir Heimir Hallgrímsson sem í dag hætti sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Það var klukkan tíu í morgun sem að KSÍ sendi út tilkynningu þess efnis að Heimir Hallgrímsson hefði ákveðið að semja ekki aftur og væri því formlega hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins sem hann hefur stýrt síðan 2011, fyrst samhliða Lars Lagerbäck og síðar sem aðalþjálfari. „Það eru nokkrir dagar síðan að ég tjáði Guðna að þetta væri minn hugur. Við ákváðum svo bara að klára málið þegar að hann kæmi eftir úrslitaleikinn. Það eru einhverjir dagar síðan,“ sagði Heimir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir hélt sjálfur blaðamannafund í morgun þar sem að honum fannst hann verða að kveðja á góðum nótum en það sem stendur upp úr hjá honum er í hversu góðri stöðu liðið er í nú þegar kaflaskil eiga sér stað. Sjálfur veit hann ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelm„Ég hugsa að ég skrái mig nú fyrst í tólfuna og mæti á leiki. Þetta er eitthvað sem að ég vissi ða myndi gerast. Það sem ég er svo sáttur við í dag er að geta skilað þessu af mér í þessari stöðu sem það er. Ekki bara liðið heldur er öll umgjörð á svo góðum stað. Það eru forréttindi." Enginn þekkir íslenska liðið; leikmenn, starfslið og umgjörðina betur en Eyjamaðurinn og því væri eðlilegt að KSÍ myndi að minnsta kosti leita ráða hjá honum í ráðningarferli eftirmannsins. „Ég mun gera allt sem ég er beðinn um að gera. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en það er ekki mitt hlutverk að ráða næsta þjálfara. Sem betur fer. Ef það er leitað til mín mun ég að sjálfsögðu aðstoða sambandið með öllu sem ég get,“ sagði hann. Heimir segir að einhver lið hafi spurst fyrir um hann á síðustu dögum en ekkert sem er nógu merkilegt að ræða. En, þegar að hann lítur til baka á árin sjö, hver er stærsta stundin á landsliðsþjálfaraferlinum? „Að hafa náð að vinna þennan riðil hérna heima á móti Kósóvó var persónulega fyrir mig sem þjálfari alveg risastór stund. Ætli það standi ekki upp úr að hafa náð að afreka það að hafa verið fyrsti íslenski þjálfarinn til að koma liðinu á HM. Það hlýtur að vera stærsta stundin á mínum ferli,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15