Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15