Fótbolti

Helgi Kolviðs þverneitar sögusögnum um Indland

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson. Vísir/Vilhelm
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, er ekki að taka við indverska liðinu Pune City. Í gærkvöldi birtust fréttir í indverskum fjölmiðlum þess efnis að Helgi væri að taka við þjálfarastöðu hjá liðinu en þær fréttir virðast hafa verið uppspuni frá rótum.

Í frétt Fótbolta.net er vitnað í Helga sem segir ekkert til í þessum fréttum.

„Ég hef aldrei heyrt eitt eða neitt um þetta áður og hef engin sambönd í þessa átt. Ég veit ekki einu sinni hvaða lið þetta er,“ sagði Helgi við Fótbolta.net.

„Minn hugur er allur hjá íslenska landsliðinu og að finna lausn á hvernig við höldum áfram þar. Við munum hittast í KSÍ á morgun (í dag) og ræða þá Rússlandsverkefnið og ganga frá því.“ sagði Helgi jafnframt.

Framtíð Helga sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins er óljós í kjölfar brotthvarfs Heimis Hallgrímssonar úr starfi landsliðsþjálfara en Helgi er einn af þeim sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Heimis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×