Pepsimörkin: Þessir voru bestir í fyrri umferðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:00 Úrvalslið umferða 1 - 11 S2 Sport Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira