Færa farveg Elliðaánna við endurnýjun lagna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Ný hitaveitulögn á að fara úr núverandi stokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira