Fær 16 milljónir í bætur vegna rangrar meðferðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 10:14 Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira