Íslenska ríkið sýknað af milljarða kröfu þýsks banka vegna hrunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 15:30 LBBW er einn stærsti héraðsbanki Þýskalands. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37