Brugðist við tómi sem varð til með brottfalli uppreistar æru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Mál tengd uppreist æru urðu tilefni stjórnarslita og þingrofs síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent