Samningsbundinn Stólunum en að semja við Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 17:30 Sigtryggur Arnar Björnsson var valinn í úrvalslið Domino's-deildarinnar á síðasta tímabili. Vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs. Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs.
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira