Tveir af reynslumestu leikmönnum Japana hættir Arnar Geir Halldórsson skrifar 4. júlí 2018 22:30 Hasebe og Honda fagna marki þess síðarnefnda á HM í Rússlandi vísir/getty Reynsluboltarnir Keisuke Honda og Makoto Hasebe hafa tilkynnt að HM í Rússlandi hafi verið þeirra síðasta mót með landsliði Japans en liðið féll úr leik á hádramatískan hátt gegn Belgíu í 16-liða úrslitum. Um er ræða goðsagnir í japönskum fótbolta. Hasebe bar fyrirliðabandið á HM í Rússlandi og lék alla leiki liðsins en þessi 34 ára gamli miðjumaður hefur leikið 104 landsleiki fyrir Japan sem gerir hann að fimmta leikjahæsta landsliðsmanni í sögu Japan. Honda er ein skærasta stjarna Japana í seinni tíð en hann byrjaði alla fjóra leikina á bekknum í Rússlandi en kom inná í þremur; skoraði eitt mark og lagði upp eitt mark. Hann endar því landsliðsferilinn með 98 landsleiki sem gerir hann að áttunda leikjahæsta landsliðsmanni í sögu Japan. Honda er 32 ára og vel þekktur í evrópskum fótbolta eftir að hafa gert garðinn frægan með CSKA Moskvu og AC Milan en hann er hvað þekktastur fyrir stórkostlega spyrnutækni. Honda er nú á mála hjá Pachuca í Mexíkó en Hasebe leikur með Frankfurt í þýsku Bundesligunni, þar sem hann hefur leikið undanfarin tíu ár; fyrst með Wolfsburg, svo Nurnberg og nú Frankfurt. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona skildu Japanir við klefann eftir grátlegt tap Japanir eru úr leik á HM í knattspyrnu eftir grátlegt tap gegn Belgum í dramatískum leik í 16-liða úrslitunum í gærkvöldi. 3. júlí 2018 13:30 Martinez: Japan spilaði fullkominn leik en þetta snýst um að vinna Eftir að hafa lent 2-0 undir unnu Belgar Japan í 16-liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Nacer Chadli skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans. 2. júlí 2018 20:29 Sigurmark á síðustu mínútunni skaut Belgum áfram Varamaðurinn Nacer Chadli skaut Belgum áfram í 8-liða úrslit með marki á lokamínútu uppbótartímans gegn Japan. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Reynsluboltarnir Keisuke Honda og Makoto Hasebe hafa tilkynnt að HM í Rússlandi hafi verið þeirra síðasta mót með landsliði Japans en liðið féll úr leik á hádramatískan hátt gegn Belgíu í 16-liða úrslitum. Um er ræða goðsagnir í japönskum fótbolta. Hasebe bar fyrirliðabandið á HM í Rússlandi og lék alla leiki liðsins en þessi 34 ára gamli miðjumaður hefur leikið 104 landsleiki fyrir Japan sem gerir hann að fimmta leikjahæsta landsliðsmanni í sögu Japan. Honda er ein skærasta stjarna Japana í seinni tíð en hann byrjaði alla fjóra leikina á bekknum í Rússlandi en kom inná í þremur; skoraði eitt mark og lagði upp eitt mark. Hann endar því landsliðsferilinn með 98 landsleiki sem gerir hann að áttunda leikjahæsta landsliðsmanni í sögu Japan. Honda er 32 ára og vel þekktur í evrópskum fótbolta eftir að hafa gert garðinn frægan með CSKA Moskvu og AC Milan en hann er hvað þekktastur fyrir stórkostlega spyrnutækni. Honda er nú á mála hjá Pachuca í Mexíkó en Hasebe leikur með Frankfurt í þýsku Bundesligunni, þar sem hann hefur leikið undanfarin tíu ár; fyrst með Wolfsburg, svo Nurnberg og nú Frankfurt.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona skildu Japanir við klefann eftir grátlegt tap Japanir eru úr leik á HM í knattspyrnu eftir grátlegt tap gegn Belgum í dramatískum leik í 16-liða úrslitunum í gærkvöldi. 3. júlí 2018 13:30 Martinez: Japan spilaði fullkominn leik en þetta snýst um að vinna Eftir að hafa lent 2-0 undir unnu Belgar Japan í 16-liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Nacer Chadli skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans. 2. júlí 2018 20:29 Sigurmark á síðustu mínútunni skaut Belgum áfram Varamaðurinn Nacer Chadli skaut Belgum áfram í 8-liða úrslit með marki á lokamínútu uppbótartímans gegn Japan. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Svona skildu Japanir við klefann eftir grátlegt tap Japanir eru úr leik á HM í knattspyrnu eftir grátlegt tap gegn Belgum í dramatískum leik í 16-liða úrslitunum í gærkvöldi. 3. júlí 2018 13:30
Martinez: Japan spilaði fullkominn leik en þetta snýst um að vinna Eftir að hafa lent 2-0 undir unnu Belgar Japan í 16-liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Nacer Chadli skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans. 2. júlí 2018 20:29
Sigurmark á síðustu mínútunni skaut Belgum áfram Varamaðurinn Nacer Chadli skaut Belgum áfram í 8-liða úrslit með marki á lokamínútu uppbótartímans gegn Japan. 2. júlí 2018 20:00