Benedikt tekst á við Jón Steinar fyrir Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 11:34 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Steinars(t.v.) og Jón Steinar (t.h.) hafa báðir verið gagnrýnir á meðferð íslenskra dómstóla á málum sem tengjast efnahagshruninu. Vísir/Vilhelm Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí. Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaussyni hæstaréttarlögmanni. Jón Steinar var sýknaður fyrir skrif sín í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ en Benedikt taldi ummæli í bókinni ærumeiðandi. Málið hefur verið birt á vef Landsréttar yfir áfrýjuð mál en því var áfrýjað í síðustu viku. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011.Telur látið undan þrýstingi frá almenningi Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar. Sjálfur hefur Jón Steinar viðurkennt að hafa beitt sér fyrir því að reyna að fá samdómara til að sýkna Baldur en þeir Jón eru nánir vinir. Afhenti hann dómurunum þremur í málinu skjal þar sem hann rökstuddi af hverju þeir ættu að sýkna Baldur, sem þeir gerðu ekki heldur sakfelldu. Í stefnu Benedikts sagði meðal annars: „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls.“ Reikna má með því að málið verði tekið fyrir í Landsrétti í haust en dómstólar eru komnir í sumarfrí.
Dómsmál Tengdar fréttir Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37 Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02 Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. 21. júní 2018 11:37
Reyndi að fá Baldur sýknaðan Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns. 14. nóvember 2017 22:02
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30