Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan.
„Mér finnst hann eiga allt gott skilið. Það er allt þarna sem tikkar í boxin,” sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og spekingur, sem hafði rætt við Hannes eftir félagsskiptin.
„Hannes fær tækifæri til að spila í toppliði og vera í baráttunni í Meistaradeildinni. Þarna er allt til alls og stabílíseraður klúbbur. Það er vel hugsað um fjölskyldu leikmanna.”
Gunnar Sigurðsson, Gunnar á völlum, var einn spekingur þáttarins í gær og beindi hann spjótum sínum að Gunnleifi um hvort að hann væri ekki fara fá vel borgað. Gunnleifur sagðist ekkert vera með reikningsyfirlitið og Jói Kalli tók við boltanum.
„Hannes er frábær markvörður og búinn að standa sig vel í íslenska landsliðinu. Við vildum sjá hann fara á stærra sviðið en ég held að ástæðan að hann fari til Aserbaídsjan sé ekki skemmtilegt land að búa í eða frábær deild,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson og bætti við:
„Það hlýtur að hafa eitthvað með peninga að gera og við skulum vona að hann hafi samið vel. Auðvitað væri ógeðslega gaman að sjá Hannes spila í Meistaradeildinni. Það væri frábært að hafa Íslending í þvi sviði.”
Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“
Tengdar fréttir

Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu.

Eiga enn eftir að læra nafnið hans Hannesar
Hannes Þór Halldórsson samdi í gær við aserska félagið Qarabag og spilar nú með félagið sem hefur sett stefnuna á það að spila annað árið í röð í Meistaradeildinni.