Fyrsti enski markvörðurinn til að vinna vítakeppni í 22 ár: Bara Falcao kom mér á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 18:30 Jordan Pickford fagnar vítamarkvörslu sinni. Vísir/Getty Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti