Englendingar fá góðar fréttir tveimur dögum fyrir Svíaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:30 Harry Kane er búinn að ná sér af bakmeiðslunum. Ekki er vitað hvort að hann hafi hreinlega meiðst í fagnaðarlátunum í leikslok. Vísir/Getty Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Körfubolti Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira