Segja eina stærstu stjörnu franska landsliðsins líta á sig sem hálfan Úrúgvæa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 12:00 Antoine Griezmann heilsar Lionel Messi fyrir leik Frakka og Argentínu í 16 liða úrslitum HM. Vísir/Getty Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti