Innlent

Fundinum frestað til klukkan þrjú

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin inni í Borgartúni 21 fyrr í dag.
Þessi mynd var tekin inni í Borgartúni 21 fyrr í dag. Vísir
Fundi samn­inga­nefnd­ar ljósmæðra hjá rík­is­sátta­semj­ara er lokið í bili og hefur verið frestað til klukkan þrjú í dag. Fundurinn hófst klukkan tíu í dag og lauk núna rétt fyrir hádegi. Samkvæmt heimildum Vísis miðar samningaviðræðum vel áfram.

Hundruð mættu á samstöðu- og mótmælafund fyrir utan Borgartún 21 á meðan fundinum stóð. Er þetta fjölmennasti fundurinn til stuðnings ljósmæðrum síðan kjaradeila þeirra hófst. Á meðal þeirra sem ávörpuðu hópinn á fundinum voru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Rut Guðmundsdóttir ljósmóðir, Eva Huld Ívarsdóttir lögfræðingur og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir.


Tengdar fréttir

Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×