Ólafía byrjaði vel í Wisconsin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:36 Ólafía Þórunn byrjar mjög vel í Wisconsin víris/getty Ólafía Þórunn er rétt utan við toppbaráttuna eftir flottan fyrsta hring á Thornberry Creek mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía var jöfn í áttunda sæti þegar aðeins tvær holur voru eftir en skolli á 17 holunni sá hana detta niður í 15. - 27. sæti. Hún fór hringinn í dag á þremur höggum undir pari eftir sex fugla og þrjá skolla. Dagurinn byrjaði illa, með skolla á fyrstu holu. Hún var hins vegar fljót að ná högginu til baka og endaði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Það kom skolli á 12. holu sem Ólafía fylgdi eftir með þremur fuglum á næstu fjórum holum og staðan orðin mjög góð fyrir íþróttamann ársins 2017. Eins og áður segir fékk hún svo skolla á næst síðustu holunni og paraði svo þá 18. og endaði á þremur höggum undir pari. Þegar þessi frétt er skrifuð er Katherine Kirk í efsta sæti á átta höggum undir pari og Ólafía því ekki mörgum höggum frá toppbaráttunni. Enn eiga þó um 70 kylfingar eftir að fara af stað, Ólafía var á meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun. Haldi hún vel á spöðunum á morgun ætti Ólafía að fljúga í gegnum niðurskurðinn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn er rétt utan við toppbaráttuna eftir flottan fyrsta hring á Thornberry Creek mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía var jöfn í áttunda sæti þegar aðeins tvær holur voru eftir en skolli á 17 holunni sá hana detta niður í 15. - 27. sæti. Hún fór hringinn í dag á þremur höggum undir pari eftir sex fugla og þrjá skolla. Dagurinn byrjaði illa, með skolla á fyrstu holu. Hún var hins vegar fljót að ná högginu til baka og endaði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Það kom skolli á 12. holu sem Ólafía fylgdi eftir með þremur fuglum á næstu fjórum holum og staðan orðin mjög góð fyrir íþróttamann ársins 2017. Eins og áður segir fékk hún svo skolla á næst síðustu holunni og paraði svo þá 18. og endaði á þremur höggum undir pari. Þegar þessi frétt er skrifuð er Katherine Kirk í efsta sæti á átta höggum undir pari og Ólafía því ekki mörgum höggum frá toppbaráttunni. Enn eiga þó um 70 kylfingar eftir að fara af stað, Ólafía var á meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun. Haldi hún vel á spöðunum á morgun ætti Ólafía að fljúga í gegnum niðurskurðinn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira