Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Björn Halldórsson, bóndi í Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Einn ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, hefur eignast fjórar laxveiðijarðir í Vopnafirði, við Hofsá og Sunnudalsá. Hann keypti einnig Grímsstaði á Fjöllum, jarðaparta við Hafralónsá í Þistilfirði og þar úr sveit heyrist að hann sé núna að reyna að kaupa þar fleiri jarðir.Grumman Gulfstream einkaþota Jim Ratcliffes á Egilsstaðaflugvelli. Auðjöfurinn hefur sagst í viðtali kaupa jarðirnar af umhyggju fyrir íslenskri náttúru.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að þetta sé ágætis maður. En það að samfélagið og stjórnkerfið á Íslandi skuli leyfa þetta, - að það skuli ekki taka í taumana og hugsa fram í tímann. Þessi maður var hérna dálítið í fyrrasumar, maður sá að þotan var að fljúga hér yfir. Hann er alltaf á einkaþotu hérna. Hann hefur svo sem ekkert, held ég, verið að gera neitt annað en kannski eitthvað að veiða fisk.“ Björn hefur um áraraðir verið í forystusveit bænda, bæði á Austurlandi og á landsvísu, og setið í sveitarstjórn Vopnafjarðar. Hann kveðst hafa skilning á því að fólk vilji selja. „Þú myndir ekki neita því ef þú fengir tvöfalt verð fyrir íbúðina þína í Reykjavík, eða húsið þitt. En það gildir bara annað, finnst mér, um land.“Björn bendir inn í Vopnafjörð þar sem jarðir Ratcliffes eru. Sú næsta er þrjá kílómetra frá jörð Björns.Stöð 2/Arnar Halldósson.Björn segir full rök fyrir því að stjórnvöld grípi í taumana með sama hætti og komið sé í veg fyrir að útlendingar eignist fiskimiðin. „Fiskveiðiauðlindina. En það eru engin ákvæði um það að auðlind á landi sé með nokkrum hætti hægt að hefta, nema þá hugsanlega aðila sem ekki eru innan EES-svæðisins.“ -Er þetta að skaða sveitirnar nú þegar? „Það er engin spurning. Það er algerlega undir eigendum jarðanna komið hvort þær eru setnar, hvort þær eru nýttar, hvort það er einhver rekstur.“Séð yfir Hofsárdal í átt til Sunnudals. Veiðihús Hofsár fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar HalldórssonBjörn segir tekjur sveitarfélagsins skerðast þegar starfsemi hætti á jörðum. „Þá er ekkert annað en fasteignagjöld. Það eru engar aðrar tekjur af þessu fyrir samfélögin, þessi litlu samfélög.“Séð inn Hofsárdal. Bærinn Bustarfell fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki í veg fyrir að verðmæti í formi lands færist í hendur útlendinga. „Að þau skuli ekki vera tryggð í eigu þjóðarinnar með einhverjum hætti. Mér finnst það. Mér finnst það bara aumingjaskapur dauðans,“ segir Björn Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Einn ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, hefur eignast fjórar laxveiðijarðir í Vopnafirði, við Hofsá og Sunnudalsá. Hann keypti einnig Grímsstaði á Fjöllum, jarðaparta við Hafralónsá í Þistilfirði og þar úr sveit heyrist að hann sé núna að reyna að kaupa þar fleiri jarðir.Grumman Gulfstream einkaþota Jim Ratcliffes á Egilsstaðaflugvelli. Auðjöfurinn hefur sagst í viðtali kaupa jarðirnar af umhyggju fyrir íslenskri náttúru.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að þetta sé ágætis maður. En það að samfélagið og stjórnkerfið á Íslandi skuli leyfa þetta, - að það skuli ekki taka í taumana og hugsa fram í tímann. Þessi maður var hérna dálítið í fyrrasumar, maður sá að þotan var að fljúga hér yfir. Hann er alltaf á einkaþotu hérna. Hann hefur svo sem ekkert, held ég, verið að gera neitt annað en kannski eitthvað að veiða fisk.“ Björn hefur um áraraðir verið í forystusveit bænda, bæði á Austurlandi og á landsvísu, og setið í sveitarstjórn Vopnafjarðar. Hann kveðst hafa skilning á því að fólk vilji selja. „Þú myndir ekki neita því ef þú fengir tvöfalt verð fyrir íbúðina þína í Reykjavík, eða húsið þitt. En það gildir bara annað, finnst mér, um land.“Björn bendir inn í Vopnafjörð þar sem jarðir Ratcliffes eru. Sú næsta er þrjá kílómetra frá jörð Björns.Stöð 2/Arnar Halldósson.Björn segir full rök fyrir því að stjórnvöld grípi í taumana með sama hætti og komið sé í veg fyrir að útlendingar eignist fiskimiðin. „Fiskveiðiauðlindina. En það eru engin ákvæði um það að auðlind á landi sé með nokkrum hætti hægt að hefta, nema þá hugsanlega aðila sem ekki eru innan EES-svæðisins.“ -Er þetta að skaða sveitirnar nú þegar? „Það er engin spurning. Það er algerlega undir eigendum jarðanna komið hvort þær eru setnar, hvort þær eru nýttar, hvort það er einhver rekstur.“Séð yfir Hofsárdal í átt til Sunnudals. Veiðihús Hofsár fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar HalldórssonBjörn segir tekjur sveitarfélagsins skerðast þegar starfsemi hætti á jörðum. „Þá er ekkert annað en fasteignagjöld. Það eru engar aðrar tekjur af þessu fyrir samfélögin, þessi litlu samfélög.“Séð inn Hofsárdal. Bærinn Bustarfell fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki í veg fyrir að verðmæti í formi lands færist í hendur útlendinga. „Að þau skuli ekki vera tryggð í eigu þjóðarinnar með einhverjum hætti. Mér finnst það. Mér finnst það bara aumingjaskapur dauðans,“ segir Björn Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45