Mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 15:30 Marcus Berg toga í stuttbuxur Svisslendingsins Johan Djourou. Vísir/Getty John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira
John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira