Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Hersir Aron Ólafsson skrifar 6. júlí 2018 21:00 Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2 Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00