Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Hersir Aron Ólafsson skrifar 6. júlí 2018 21:00 Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2 Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00