Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2018 10:12 Heyfengur er víðast hvar með besta móti, sér í lagi norðanlands, og bætist við góða uppskeru í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira