Eiginkona Fernandinho og móðir hans hafa einnig þurft að þola persónulegar árásir og hafa þær báðar lokað samfélagsmiðlasíðum sínum í kjölfarið.
Fjölmargir hafa þó komið Fernandinho til varnar og hefur mynd með skilaboðunum um að ekkert geti réttlætt rasisma verið dreift víða á samfélagsmiðlum í kjölfar þessa.