Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 21:15 Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45