Fótbolti

Ræða við Heimi um nýjan tveggja ára samning

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað íslenska liðið síðan 2011.
Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað íslenska liðið síðan 2011. vísir/vilhelm
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, er líklegur til að halda áfram sínu góða starfi en Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vongóður um að hann skrifi undir nýjan samning á næstunni.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en Heimir hefur legið undir feldi síðan að heimsmeistaramótinu lauk. Það var alltaf vitað að hann myndi taka sér tvær vikur í að skoða næstu skref eftir að HM lyki.

„Við erum að fara að ræða saman með það fyrir augum að Heimir verði þjálfari landsliðsins í tvö ár til viðbótar. Ég er bjartsýnn á að við náum saman. Það er vilji af beggja hálfu að taka málið áfram og vonandi náum við að klára þessi mál fljótt,“ segir Guðni í samtali við Morgunblaðið.

Aðeins eru tveir mánuðir í næsta stóra verkefni íslenska liðsins þegar að Þjóðadeildin hefst en Ísland á fyrsta leik gegn Belgíu heima 11. september.

Heimir hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, síðar með Lagerbäck en hann tók einn við stjórnartaumunum eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016.


Tengdar fréttir

Dómarastörf Heimis vekja heimsathygli

Fyrir þremur dögum síðan stýrði Heimir Hallgrímsson íslenska landsliðinu í fótbolta gegn því króatíska á stærsta sviði heimsfótboltans. Í dag dæmdi hann leiki á Orkumótinu í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×