Þjálfari Króata: Við stoppuðum Messi og ráðum því alveg við Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Harry Kane. Vísir/Getty Zlatko Dalic, þjálfari Króata, hefur gert frábæra hluti með landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og komið því í undanúrslitin í fyrsta sinn í tuttugu ár. Króatía mætir Englandi í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en þjálfari Króata hefur ekki áhyggjur af því að mæta markahæsta leikmanni keppninnar, Harry Kane. Dalic talaði samt vel um enska landsliðið á blaðamannafundi og sagði ekki sjá neina augljósa veikleika hjá liðinu. Hann sagði mesta ógnina vera í þeim Harry Kane og Raheem Sterling. BBC segir frá. „Við höfum trú á okkar styrkleikum og við erum ekki hræddir við England,“ sagði Zlatko Dalic. Hann var spurður út í Harry Kane sem hefur skorað 6 mörk á HM í Rússlandi. „Hann [Kane] er markhæstur og það er ekki auðvelt að stoppa hann. Við erum hinsvegar með tvo topp miðverði. Okkur tókst að stoppa [Lionel] Messi og [Christian] Eriksen og ráðum því vonandi við Kane líka,“ sagði Dalic. „Enska liðið hefur sýnt það í sínum leikjum og það spilar beinskeyttan fótbolta og að þeir búa yfir miklum hraða. Þeir eru mjög öflugir í föstum leikatriðum og hávöxnu leikmenn þeirra eru mjög hættulegir í hornspyrnum,“ sagði Dalic. Raheem Sterling hefur fengið á sig gagnrýni en hann fékk hrós frá króatíska þjálfaranum. „Ég tel að Raheem Sterling sé mjög mikilvægur leikmaður fyrir enska liðið af því að hann er mjög fljótur og samvinna hans við Harry Kane skapar hættu,“ sagði Dalic. „Þeir réðu auðveldlega við Svíana og við vitum því að við erum að fara inn í mjög erfiðan leik. Við trúm samt á okkar styrkleika og hræðumst engan, hvort sem það sé England eða eitthvað annað lið,“ sagði Dalic. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira
Zlatko Dalic, þjálfari Króata, hefur gert frábæra hluti með landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og komið því í undanúrslitin í fyrsta sinn í tuttugu ár. Króatía mætir Englandi í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en þjálfari Króata hefur ekki áhyggjur af því að mæta markahæsta leikmanni keppninnar, Harry Kane. Dalic talaði samt vel um enska landsliðið á blaðamannafundi og sagði ekki sjá neina augljósa veikleika hjá liðinu. Hann sagði mesta ógnina vera í þeim Harry Kane og Raheem Sterling. BBC segir frá. „Við höfum trú á okkar styrkleikum og við erum ekki hræddir við England,“ sagði Zlatko Dalic. Hann var spurður út í Harry Kane sem hefur skorað 6 mörk á HM í Rússlandi. „Hann [Kane] er markhæstur og það er ekki auðvelt að stoppa hann. Við erum hinsvegar með tvo topp miðverði. Okkur tókst að stoppa [Lionel] Messi og [Christian] Eriksen og ráðum því vonandi við Kane líka,“ sagði Dalic. „Enska liðið hefur sýnt það í sínum leikjum og það spilar beinskeyttan fótbolta og að þeir búa yfir miklum hraða. Þeir eru mjög öflugir í föstum leikatriðum og hávöxnu leikmenn þeirra eru mjög hættulegir í hornspyrnum,“ sagði Dalic. Raheem Sterling hefur fengið á sig gagnrýni en hann fékk hrós frá króatíska þjálfaranum. „Ég tel að Raheem Sterling sé mjög mikilvægur leikmaður fyrir enska liðið af því að hann er mjög fljótur og samvinna hans við Harry Kane skapar hættu,“ sagði Dalic. „Þeir réðu auðveldlega við Svíana og við vitum því að við erum að fara inn í mjög erfiðan leik. Við trúm samt á okkar styrkleika og hræðumst engan, hvort sem það sé England eða eitthvað annað lið,“ sagði Dalic.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira