Tólf ár í dag síðan að Zidane skallaði Materazzi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:30 Marco Materazzi liggur í grasinu eftir að Zinedine Zidane skallaði hann. Vísir/Getty Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira