Styttist í að öll sautján missi vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2018 09:15 Dagsetningin þegar fólk fær að aka endurgjaldslaust í gegnum göngin liggur ekki fyrir. Það verður þó í september að sögn Gylfa. fréttablaðið/pjetur Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. Starfsfólk á skrifstofu, sem telja alls níu, heldur vinnu sinni aðeins lengur þar sem gera þarf upp tugþúsundir samninga við viðskiptavini eftir að akstur um göngin verður gjaldfrjáls. Að því loknu missa allir vinnuna.Umfjöllun Morgunblaðsins í kjölfar þess að göngin voru opnuð. Tvö þúsund manns tóku þátt í Hvalfjarðarhlaupinu á opnunardaginn, eina daginn sem mátt hefur hlaupa í gegnum göngin.Morgunblaðið 14. júlí 1998Finna rétta tímapunktinn Miðvikudaginn 11. júlí verða slétt tuttugu ár síðan göngin voru opnuð með pompi og prakt. Um kaflaskil var að ræða enda styttist þjóðvegur eitt um 42 kílómetra. Mesta breytingin varð þó fyrir íbúa Akraness en landleið þeirra til Reykjavíkur styttist um 60 kílómetra. Fyrirtækið Spölur var stofnað vegna verksins og lá fyrir að þegar lán væri greidd upp þá yrðu göngin afhent íslenska ríkinu. Nú styttist í þann dag. „Það er ekki komin dagsetning en það verður örugglega í september. Það verður ekki hægt að festa dagsetninguna fyrr en seinni partinn í ágúst,“ segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hægt og bítandi sé verið að finna rétta tímapunktinn og þar spili ýmislegt inn í. Til þurfi að vera nægt fé til að greiða allt sem þurfi að greiða, það fari eftir umferðinni. „Við sjáum ekki allar tölur enn.“Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar.Þarf að gera upp tugi þúsunda samninga Landsmenn fengu að aka í gegnum göngin endurgjaldslaust fyrstu dagana á sínum tíma en síðan hefur verið greitt, hvort sem farið er í norðurátt eða suðurátt. Margar svartsýnisspár voru á sínum tíma um framkvæmdina en óhætt er að fullyrða að svo til allir nýti göngin í dag á ferð sinni um landið nema þeir sem ætli sér sérstaklega að upplifa fegurð Hvalfjarðar eða eigi erindi í fjörðinn sjálfan. Átta starfsmenn starfa við gjaldtöku í gjaldskýlum við nyrðri enda ganganna samkvæmt vaktakerfi þar sem tveir eru á vakt frá morgni til kvölds og einn á næturnar. Þá eru nokkrir starfsmenn á skrifstofu Spalar. „Það er ýmist búið að segja fólki upp, í gjaldskýlinu, eða það vinnur áfram á skrifstofunni,“ segir Gylfi. Það er þó skammgóður vermir. Starfsfólk á skrifstofu þurfi að gera upp samninga við viðskiptavini en í framhaldinu verði skrifstofunni lokað. „Þetta eru um tuttugu þúsund samningar en mörgum samningum fylgir fleiri en einn lykill. Þeir eru 52 þúsund,“ segir Gylfi. Allir samningar verði gerðir upp. Sömuleiðis afsláttarkort sem fjölmargir eigi auk þess sem fólk sem skilar lyklunum fái endurgreitt. „Þetta tekur allt sinn tíma.“Vegagerðin tekur við rekstri gangnanna.Fréttablaðið/PjeturAlls konar aukavinna í göngunum Starfsfólkið í gjaldskýlinu hefur einnig sinnt því sem komið hefur upp á vaktinni. „Fólkið hefur haft nóg að gera við að aðstoða fólk þegar dekk hefur sprungið, einhver bilun kemur upp og þess háttar. Þetta eru einu göngin á Íslandi sem eru neðansjávar og það vekur eðlilega stundum kvíða hjá fólki. Göngin eru ekki bein, liggja í sveig og fleira,“ segir Gylfi. Hann þekki ekki til hvernig öryggisgæslu verði sinnt í framhaldinu. Vegagerðin, sem nú tekur við rekstri gangnanna, verði að svara því. Eðli málsins samkvæmt komi tilfinningar við sögu þegar starfsfólki sé sagt upp störfum. „Það er alltaf slæmt að missa vinnuna en þetta er í sjálfu sér fyrirséð, að göngin yrðu afhent þegar búið væri að greiða. Svo þetta kemur ekki á óvart þannig lagað en það eru margir búnir að vera lengi hjá okkur.“Eftirlit í vaktstöð Gísli Eiríksson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir að eftirliti með Hvalfjarðargöngum verði sinnt hjá vaktstöðvum. Þeim hinum sömu og hafi eftirlit með vetrarþjónustunni. Líklega þurfi að fjölga eitthvað af starfsfólki en auk þess hafi sum starfsgildin aðeins verið yfir sumarið og gætu þá verið lengd svo þau nái yfir allt árið. Vakstöðin getur fylgst með gangi mála í tölvukerfum, séð hvað kemur upp í göngunum, fylgst með mengun og þar fram eftir götunum. Tvær vaktstöðvar eru á landinu. Ein á Ísafirði sem sinni eftirliti með göngum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hin sé í Reykjavík sem fylgist með Suður- og Suðvesturlandi. Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. Starfsfólk á skrifstofu, sem telja alls níu, heldur vinnu sinni aðeins lengur þar sem gera þarf upp tugþúsundir samninga við viðskiptavini eftir að akstur um göngin verður gjaldfrjáls. Að því loknu missa allir vinnuna.Umfjöllun Morgunblaðsins í kjölfar þess að göngin voru opnuð. Tvö þúsund manns tóku þátt í Hvalfjarðarhlaupinu á opnunardaginn, eina daginn sem mátt hefur hlaupa í gegnum göngin.Morgunblaðið 14. júlí 1998Finna rétta tímapunktinn Miðvikudaginn 11. júlí verða slétt tuttugu ár síðan göngin voru opnuð með pompi og prakt. Um kaflaskil var að ræða enda styttist þjóðvegur eitt um 42 kílómetra. Mesta breytingin varð þó fyrir íbúa Akraness en landleið þeirra til Reykjavíkur styttist um 60 kílómetra. Fyrirtækið Spölur var stofnað vegna verksins og lá fyrir að þegar lán væri greidd upp þá yrðu göngin afhent íslenska ríkinu. Nú styttist í þann dag. „Það er ekki komin dagsetning en það verður örugglega í september. Það verður ekki hægt að festa dagsetninguna fyrr en seinni partinn í ágúst,“ segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Hægt og bítandi sé verið að finna rétta tímapunktinn og þar spili ýmislegt inn í. Til þurfi að vera nægt fé til að greiða allt sem þurfi að greiða, það fari eftir umferðinni. „Við sjáum ekki allar tölur enn.“Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar.Þarf að gera upp tugi þúsunda samninga Landsmenn fengu að aka í gegnum göngin endurgjaldslaust fyrstu dagana á sínum tíma en síðan hefur verið greitt, hvort sem farið er í norðurátt eða suðurátt. Margar svartsýnisspár voru á sínum tíma um framkvæmdina en óhætt er að fullyrða að svo til allir nýti göngin í dag á ferð sinni um landið nema þeir sem ætli sér sérstaklega að upplifa fegurð Hvalfjarðar eða eigi erindi í fjörðinn sjálfan. Átta starfsmenn starfa við gjaldtöku í gjaldskýlum við nyrðri enda ganganna samkvæmt vaktakerfi þar sem tveir eru á vakt frá morgni til kvölds og einn á næturnar. Þá eru nokkrir starfsmenn á skrifstofu Spalar. „Það er ýmist búið að segja fólki upp, í gjaldskýlinu, eða það vinnur áfram á skrifstofunni,“ segir Gylfi. Það er þó skammgóður vermir. Starfsfólk á skrifstofu þurfi að gera upp samninga við viðskiptavini en í framhaldinu verði skrifstofunni lokað. „Þetta eru um tuttugu þúsund samningar en mörgum samningum fylgir fleiri en einn lykill. Þeir eru 52 þúsund,“ segir Gylfi. Allir samningar verði gerðir upp. Sömuleiðis afsláttarkort sem fjölmargir eigi auk þess sem fólk sem skilar lyklunum fái endurgreitt. „Þetta tekur allt sinn tíma.“Vegagerðin tekur við rekstri gangnanna.Fréttablaðið/PjeturAlls konar aukavinna í göngunum Starfsfólkið í gjaldskýlinu hefur einnig sinnt því sem komið hefur upp á vaktinni. „Fólkið hefur haft nóg að gera við að aðstoða fólk þegar dekk hefur sprungið, einhver bilun kemur upp og þess háttar. Þetta eru einu göngin á Íslandi sem eru neðansjávar og það vekur eðlilega stundum kvíða hjá fólki. Göngin eru ekki bein, liggja í sveig og fleira,“ segir Gylfi. Hann þekki ekki til hvernig öryggisgæslu verði sinnt í framhaldinu. Vegagerðin, sem nú tekur við rekstri gangnanna, verði að svara því. Eðli málsins samkvæmt komi tilfinningar við sögu þegar starfsfólki sé sagt upp störfum. „Það er alltaf slæmt að missa vinnuna en þetta er í sjálfu sér fyrirséð, að göngin yrðu afhent þegar búið væri að greiða. Svo þetta kemur ekki á óvart þannig lagað en það eru margir búnir að vera lengi hjá okkur.“Eftirlit í vaktstöð Gísli Eiríksson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir að eftirliti með Hvalfjarðargöngum verði sinnt hjá vaktstöðvum. Þeim hinum sömu og hafi eftirlit með vetrarþjónustunni. Líklega þurfi að fjölga eitthvað af starfsfólki en auk þess hafi sum starfsgildin aðeins verið yfir sumarið og gætu þá verið lengd svo þau nái yfir allt árið. Vakstöðin getur fylgst með gangi mála í tölvukerfum, séð hvað kemur upp í göngunum, fylgst með mengun og þar fram eftir götunum. Tvær vaktstöðvar eru á landinu. Ein á Ísafirði sem sinni eftirliti með göngum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hin sé í Reykjavík sem fylgist með Suður- og Suðvesturlandi.
Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira