Veljum listamennina vel Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:00 Hlíf Sigurjónsdóttir stendur fyrir tónleikahaldinu í Listasafni Sigurjóns, ásamt manni sínum Geirfinni Jónssyni og móður sinni Birgittu Spur. Fréttablaðið/Valli Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Við höldum úti þessari tónleikaröð af hugsjón og gefum okkur ekki. Þeir eru almennt vel sóttir og það er réttlæting okkar fyrir að vera til. Við veljum listamennina vel,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari um hina rótgrónu Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sem verða á Laugarnestanga á þriðjudögum næstu vikur, þrítugasta sumarið í röð. Að venju hefjast þeir klukkan 20.30 og standa í um klukkustund. Þar verður því hægt að upplifa sumarkvöld við sæinn með ljúfri tónlist innan um heimsklassa höggmyndalist – umvafin sögu staðarins, allt frá landnámi til nútíma. Gítarhljómur verður nokkuð áberandi í tónleikaröðinni þetta árið. Reynir Hauksson gítarleikari og tónskáld ríður á vaðið næsta þriðjudag, 3. júlí, með seiðandi tónlist frá Andalúsíu, eftir spönsk tónskáld og sjálfan sig. Fleiri gítaristar koma við sögu síðar, meðal annars félagarnir í Guitar Iclancio sem fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum 24. júlí. Inn á milli eru svo þrennir sönglagatónleikar og forvitnileg dagskrá fyrir flautu og píanó. Tónlistin hefur ætíð skipað sinn sess í menningarstarfi Sigurjónssafns. Heimili hjónanna Birgittu og Sigurjóns ómaði af tónlist, öll fjögur börn þeirra lærðu á hljóðfæri og þrjú þeirra lögðu tónlist fyrir sig. Ein þeirra er Hlíf sem ætlar að koma fram með danska verðlaunagítarleikaranum Søren Bødker Madsen á lokatónleikunum 14. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleika og þar gefst tónleikagestum kostur á að hitta flytjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira