Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. júní 2018 09:30 Formennirnir eyddu deginum í þingvallabænum og ræddu stjórnarskrárbreytingar. Fréttablaðið/ERNIR Stjórnmál „Mér finnst þjóðin eiga það inni hjá okkur að við gerum okkar besta til að ná sem mestri samstöðu um breytingar á stjórnarskránni þó að það verði gert í áföngum eins og ég legg upp með,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún stefndi formönnum allra flokka til Þingvalla í gær til að ræða stjórnarskrárbreytingar. Þetta er fjórði fundur formannanna á kjörtímabilinu en unnið er á grundvelli minnisblaðs forsætisráðherra og fyrirheita í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fyrstu þrír fundir hópsins fóru að mestu í að ræða fyrirkomulag vinnunnar, áfangaskiptingu, samráð við almenning og skipun sérfræðingahóps sem vinna mun með formönnunum á síðari stigum. „Í dag er fyrsti umræðufundur hópsins þar sem við sitjum saman í efnislegri umræðu og við forgangsröðum henni þannig að við byrjum á þeim málum sem hafa fengið mesta umfjöllun á undanförnum misserum. Við byrjuðum á umfjöllun um umhverfis- og auðlindamál, höfum verið að ræða breytingaákvæði stjórnarskrárinnar og erum núna að ræða framsalsákvæði,“ segir Katrín. Hún segir þó enga niðurstöðu munu liggja fyrir í lok fundar en hópurinn sé að leggja línurnar; hvaða spurningum þurfi að svara og hvernig þau vilji taka málin áfram. „Ég reikna með að ég leggi til í lok dags að við tökum annan vinnudag í lok hausts þar sem við höldum áfram á þessari braut.“ Katrín segir fundinn hafa verið góðan þótt formennirnir séu ekki sammála um allt. Við því hafi ekki verið að búast. „Sagan sýnir okkur að það hefur gengið erfiðlega að ná samstöðu á undanförnum árum og áratug um breytingar á stjórnarskrá og það er full ástæða til að við séum meðvituð um þá sögu,“ segir Katrín aðspurð um hug formannanna til verkefnisins og væntingar hennar sjálfrar. og leggur áherslu á þá skoðun sína að stjórnmálamenn geri sitt besta til að ná samstöðu um breytingar.Það kom mörgum á óvart að Katrín Jakobsdóttir skyldi ráða Sjálfstæðiskonuna Unni Brá Konráðsdóttur sem verkefnastjóra stjórnarskrármálsins. Hún var hins vegar vel liðinn forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og nýtur trausts út fyrir raðir síns flokks. Fréttablaðið/ERNIRVinnan fram undan Í minnisblaði forsætisráðherra um fyrirkomulag vinnunnar er lagt upp með að henni verði áfangaskipt og hún fari fram bæði á yfirstandandi kjörtímabili og því næsta. Hliðsjón verður höfð af þeirri vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum áratug og kapp lagt á að starfið verði gagnsætt með víðtæku samráði við almenning. Miðað er við að umræðuskjal verði gert fyrir hvert og eitt viðfangsefni þar sem reifaðar verði fyrri tillögur um efnið, frá stjórnlagaráði og öðrum. Efnt verði til opins samráðs um hvert og eitt skjal og að því loknu samið erindisbréf til sérfræðinganefndar sem semur frumvarp. Það fari svo í umræðu meðal formanna og í umsagnaferli til dæmis hjá Feneyjanefndinni og yrði að lokum lagt fram á Alþingi á síðasta haustþingi kjörtímabilsins.Hugmyndir um almenningssamráð Nokkrar leiðir til almenningssamráðs hafa verið ræddar á fundum formanna flokkanna. Umræðuskjal sett á vefinn og opnað fyrir athugasemdir. Kostur gefinn á rökum með og á móti tiltekinni hugmynd með möguleika á atkvæðagreiðslum með og á móti rökum. Rökræðukannanir með þverskurði þjóðarinnar.Rökræðukannanir Fara þannig fram að hópi sem endurspeglar þverskurð þjóðarinnar yrðu sendar upplýsingar um tiltekið umfjöllunarefni. Könnun yrði gerð meðal hópsins og afstaða fengin til efnisins. Hópurinn yrði svo boðaður til vinnufundar í einn til tvo daga með aðkomu sérfræðinga. Í lokin yrði aftur gerð könnun meðal þátttakenda og athugað hvort viðhorfin hefðu breyst. Þátttakendur yrðu 200 til 300 Kostnaður er að lágmarki 20 milljónir, (fundargerð 2. fundar). Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Stjórnmál „Mér finnst þjóðin eiga það inni hjá okkur að við gerum okkar besta til að ná sem mestri samstöðu um breytingar á stjórnarskránni þó að það verði gert í áföngum eins og ég legg upp með,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún stefndi formönnum allra flokka til Þingvalla í gær til að ræða stjórnarskrárbreytingar. Þetta er fjórði fundur formannanna á kjörtímabilinu en unnið er á grundvelli minnisblaðs forsætisráðherra og fyrirheita í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fyrstu þrír fundir hópsins fóru að mestu í að ræða fyrirkomulag vinnunnar, áfangaskiptingu, samráð við almenning og skipun sérfræðingahóps sem vinna mun með formönnunum á síðari stigum. „Í dag er fyrsti umræðufundur hópsins þar sem við sitjum saman í efnislegri umræðu og við forgangsröðum henni þannig að við byrjum á þeim málum sem hafa fengið mesta umfjöllun á undanförnum misserum. Við byrjuðum á umfjöllun um umhverfis- og auðlindamál, höfum verið að ræða breytingaákvæði stjórnarskrárinnar og erum núna að ræða framsalsákvæði,“ segir Katrín. Hún segir þó enga niðurstöðu munu liggja fyrir í lok fundar en hópurinn sé að leggja línurnar; hvaða spurningum þurfi að svara og hvernig þau vilji taka málin áfram. „Ég reikna með að ég leggi til í lok dags að við tökum annan vinnudag í lok hausts þar sem við höldum áfram á þessari braut.“ Katrín segir fundinn hafa verið góðan þótt formennirnir séu ekki sammála um allt. Við því hafi ekki verið að búast. „Sagan sýnir okkur að það hefur gengið erfiðlega að ná samstöðu á undanförnum árum og áratug um breytingar á stjórnarskrá og það er full ástæða til að við séum meðvituð um þá sögu,“ segir Katrín aðspurð um hug formannanna til verkefnisins og væntingar hennar sjálfrar. og leggur áherslu á þá skoðun sína að stjórnmálamenn geri sitt besta til að ná samstöðu um breytingar.Það kom mörgum á óvart að Katrín Jakobsdóttir skyldi ráða Sjálfstæðiskonuna Unni Brá Konráðsdóttur sem verkefnastjóra stjórnarskrármálsins. Hún var hins vegar vel liðinn forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og nýtur trausts út fyrir raðir síns flokks. Fréttablaðið/ERNIRVinnan fram undan Í minnisblaði forsætisráðherra um fyrirkomulag vinnunnar er lagt upp með að henni verði áfangaskipt og hún fari fram bæði á yfirstandandi kjörtímabili og því næsta. Hliðsjón verður höfð af þeirri vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum áratug og kapp lagt á að starfið verði gagnsætt með víðtæku samráði við almenning. Miðað er við að umræðuskjal verði gert fyrir hvert og eitt viðfangsefni þar sem reifaðar verði fyrri tillögur um efnið, frá stjórnlagaráði og öðrum. Efnt verði til opins samráðs um hvert og eitt skjal og að því loknu samið erindisbréf til sérfræðinganefndar sem semur frumvarp. Það fari svo í umræðu meðal formanna og í umsagnaferli til dæmis hjá Feneyjanefndinni og yrði að lokum lagt fram á Alþingi á síðasta haustþingi kjörtímabilsins.Hugmyndir um almenningssamráð Nokkrar leiðir til almenningssamráðs hafa verið ræddar á fundum formanna flokkanna. Umræðuskjal sett á vefinn og opnað fyrir athugasemdir. Kostur gefinn á rökum með og á móti tiltekinni hugmynd með möguleika á atkvæðagreiðslum með og á móti rökum. Rökræðukannanir með þverskurði þjóðarinnar.Rökræðukannanir Fara þannig fram að hópi sem endurspeglar þverskurð þjóðarinnar yrðu sendar upplýsingar um tiltekið umfjöllunarefni. Könnun yrði gerð meðal hópsins og afstaða fengin til efnisins. Hópurinn yrði svo boðaður til vinnufundar í einn til tvo daga með aðkomu sérfræðinga. Í lokin yrði aftur gerð könnun meðal þátttakenda og athugað hvort viðhorfin hefðu breyst. Þátttakendur yrðu 200 til 300 Kostnaður er að lágmarki 20 milljónir, (fundargerð 2. fundar).
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira