Jónas Björgvin skoraði tvö í ótrúlegum endurkomusigri Dagur Lárusson skrifar 30. júní 2018 18:00 Jónas Björgvin í baráttunni. vísir/vísir Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum. Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum.
Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira