„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 23:09 Pascal Atuma segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann: "Allavega núna.“ Vísir/Vilhelm Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland,“ sagði Pascal þegar blaðamaður hitti á hann á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd í kvöld. Sömu sögu var að segja af öðrum nígerískum stuðningsmönnum. Þeir eru kokhraustir fyrir leikinn. Pascal býr í Kanada en er grjótharður stuðningsmaður þeirra grænklæddu, The Super Eagles, eins og nígeríska liðið er kallað. Ofurernirnir myndi það líklega heita á okkar ylhýra. „Ég er mikill aðdáandi og fylgdi liðinu líka til Brasilíu fyrir fjórum árum,“ segir Pascal. Þá kom upp ósætti hjá Nígeríumönnum vegna peningagreiðslna frá knattpsyrnusambandinu og gekk illa hjá liðinu. Spánverjar á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd gátu fagnað 1-0 sigri á Íran í kvöld.Vísir/VilhelmEn hann er bjartsýnn á gengi liðsins í Rússlandi. „Við erum ekki sömu mistökin og á móti Króatíu,“ segir Pascal. Simeon Tochukwu Nwankwo, framherji Crotone í ítölsku b-deildinni, og Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, þurfi að byrja gegn Íslandi. Vantað hafi upp á sóknarleikinn gegn Króatíu. „Ég horfði á leikinn hjá Íslandi og liðið er mjög vel skipulagt í varnarleiknum. Nígería þarf að brjóta þá niður,“ segir Pascal. Til þess þarf að planta fyrrnefndum framherjum í byrjunarliðið.Stuðningsmannasvæðið í Volgograd er þægilegt. Stór skjár við endan á löngum tröpppum þar sem nóg var af sætum í kvöld.Vísir/VilhelmÚrslitin verða 2-1 í jöfnum leik en Pascal telur miklu máli skipta að allt sé undir hjá Nígeríu. „Nígera er með bakið upp við vegg. Sigur eða farðu heim,“ segir Pascal. Detti Nígería út og Ísland kemst áfram er hann ekki líklegur til að hoppa á Íslandsvagninn. „Þá hoppa ég á Ronaldo vagninn,“ segir Pascal og lýsir þeim portúgalska, gæðum hans og einbeitingu, í þaula. „Ef Ronaldo væri franskur, spænskur eða þýskur þá yrði sú þjóð heimsmeistari.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48 Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00 Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland,“ sagði Pascal þegar blaðamaður hitti á hann á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd í kvöld. Sömu sögu var að segja af öðrum nígerískum stuðningsmönnum. Þeir eru kokhraustir fyrir leikinn. Pascal býr í Kanada en er grjótharður stuðningsmaður þeirra grænklæddu, The Super Eagles, eins og nígeríska liðið er kallað. Ofurernirnir myndi það líklega heita á okkar ylhýra. „Ég er mikill aðdáandi og fylgdi liðinu líka til Brasilíu fyrir fjórum árum,“ segir Pascal. Þá kom upp ósætti hjá Nígeríumönnum vegna peningagreiðslna frá knattpsyrnusambandinu og gekk illa hjá liðinu. Spánverjar á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd gátu fagnað 1-0 sigri á Íran í kvöld.Vísir/VilhelmEn hann er bjartsýnn á gengi liðsins í Rússlandi. „Við erum ekki sömu mistökin og á móti Króatíu,“ segir Pascal. Simeon Tochukwu Nwankwo, framherji Crotone í ítölsku b-deildinni, og Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, þurfi að byrja gegn Íslandi. Vantað hafi upp á sóknarleikinn gegn Króatíu. „Ég horfði á leikinn hjá Íslandi og liðið er mjög vel skipulagt í varnarleiknum. Nígería þarf að brjóta þá niður,“ segir Pascal. Til þess þarf að planta fyrrnefndum framherjum í byrjunarliðið.Stuðningsmannasvæðið í Volgograd er þægilegt. Stór skjár við endan á löngum tröpppum þar sem nóg var af sætum í kvöld.Vísir/VilhelmÚrslitin verða 2-1 í jöfnum leik en Pascal telur miklu máli skipta að allt sé undir hjá Nígeríu. „Nígera er með bakið upp við vegg. Sigur eða farðu heim,“ segir Pascal. Detti Nígería út og Ísland kemst áfram er hann ekki líklegur til að hoppa á Íslandsvagninn. „Þá hoppa ég á Ronaldo vagninn,“ segir Pascal og lýsir þeim portúgalska, gæðum hans og einbeitingu, í þaula. „Ef Ronaldo væri franskur, spænskur eða þýskur þá yrði sú þjóð heimsmeistari.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48 Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00 Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48
Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00
Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19