HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2018 06:00 Rigningin spillti ekki gleðinni í Hljómskálagarðinum á laugardaginn þar sem margir horfðu á Ísland gera jafntefli við Argentínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20
Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“