Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27