Veit varla hvað er í gangi á HM þegar að hann er ekki að spila Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 13:00 Hannes Þór Halldórsson var hetjan á móti Argentínu. vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, segir HM 2018 í Rússlandi töluvert stærra heldur en Evrópumótið í Frakklandi á síðasta ári en vera strákanna okkar þar gerði mikið til að undirbúa þá fyrir heimsmeistaramótið. „Eini undirbúningur okkar fyrir það sem við máttum búast við að upplifa á HM var Evrópumótið í fyrra. Spennan var svipuð og svipað stórt kastljós á leikjunum,“ segir Alfreð. „Þetta er samt stærra enda heimsmeistarakeppnin. Við bjuggumst við því að þetta væri svona tvisvar til þrisvar sinnum stærra en EM og mótið er að uppfylla allar væntingar okkar.“ Alfreð sat blaðamannafund með Hannesi Þór Halldórssyni á æfingasvæði íslenska liðsins í Kabardinka í gær þar sem þeir voru meðal annars spurði hvort þeir væru eitthvað að horfa á hina leikina á HM. Nóg er nú af leikjum.„Leikirnir eru í gangi þegar við erum í meðhöndlun og eftir fundi. Við höfum séð slatta af því sem er í gangi í hinum leikjunum en aðallega einbeitum við okkur að því að halda einbeitingun og horfum svo á leiki inn á milli,“ segir Alfreð. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur aldrei séð færri leiki á HM en í ár þar sem að hann er svo einbeittur að því að gera vel fyrir íslenska liðið. „Þetta er allt öðruvísi fyrir mig núna en áður þegar að maður horfði á nánast alla leiki. Ég veit eiginlega aldrei hvað er í gangi og hver er að spila nema þegar kemur að okkar leikjum. Við erum mjög einbeittir að okkar leikjum,“ segir Hannes. „Eins og Alfreð segir eru leikirnir í gangi á hótelinu en þetta er samt ekki eins og að vera heima að fylgjast með öllu upp í sófa,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, segir HM 2018 í Rússlandi töluvert stærra heldur en Evrópumótið í Frakklandi á síðasta ári en vera strákanna okkar þar gerði mikið til að undirbúa þá fyrir heimsmeistaramótið. „Eini undirbúningur okkar fyrir það sem við máttum búast við að upplifa á HM var Evrópumótið í fyrra. Spennan var svipuð og svipað stórt kastljós á leikjunum,“ segir Alfreð. „Þetta er samt stærra enda heimsmeistarakeppnin. Við bjuggumst við því að þetta væri svona tvisvar til þrisvar sinnum stærra en EM og mótið er að uppfylla allar væntingar okkar.“ Alfreð sat blaðamannafund með Hannesi Þór Halldórssyni á æfingasvæði íslenska liðsins í Kabardinka í gær þar sem þeir voru meðal annars spurði hvort þeir væru eitthvað að horfa á hina leikina á HM. Nóg er nú af leikjum.„Leikirnir eru í gangi þegar við erum í meðhöndlun og eftir fundi. Við höfum séð slatta af því sem er í gangi í hinum leikjunum en aðallega einbeitum við okkur að því að halda einbeitingun og horfum svo á leiki inn á milli,“ segir Alfreð. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur aldrei séð færri leiki á HM en í ár þar sem að hann er svo einbeittur að því að gera vel fyrir íslenska liðið. „Þetta er allt öðruvísi fyrir mig núna en áður þegar að maður horfði á nánast alla leiki. Ég veit eiginlega aldrei hvað er í gangi og hver er að spila nema þegar kemur að okkar leikjum. Við erum mjög einbeittir að okkar leikjum,“ segir Hannes. „Eins og Alfreð segir eru leikirnir í gangi á hótelinu en þetta er samt ekki eins og að vera heima að fylgjast með öllu upp í sófa,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30