Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra Anna María Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 06:25 Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun