Búnir að grandskoða Nígeríumennina Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 08:15 Helgi Kolviðsson kom inn í landsliðsteymið í kringum EM 2016 þegar hann mætti færandi hendi með ísbað frá Austurríki til Frakklands. Vísir/Vilhelm „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
„Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira