Dönsku landsliðsmennirnir söfnuðu saman fyrir einkaflugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2018 10:00 Jonas Knudsen, nýjasti pabbinn í danska landsliðinu, fékk flotta feðragjöf frá liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira