Ákærðir fyrir að halda tveimur konum nauðugum í allt að sex klukkutíma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:15 Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Vísir/Hanna Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira